HREINSAÐU SÍMANN ÞINN HÉRNA
 


Hannaðu þitt eigið síma hulsturFarsímaframleiðendur svosem Apple, Samsung og fleiri, hafa hverjir sína snjallsíma tegundir og bjóða hulstur sem passa þeim. Einnig eru þriðja aðila framleiðendur sem bjóða fjölbreytt úrval af öryggis fylgihlutum sem koma í mismunandi stærðum, litum og munstrum. Hinsvegar, eru margir síma notendur sem vilja eiga einstakt hulstur fyrir snjalltækið sitt sem lætur það standa upp úr. Nú gefst tækifærið til að hanna þitt eigið hulstur sem mun vernda símann þinn fyrir rispum, höggum og gerir hann einstakan.


MyTrendyPhone UK veitir þjónustu sem leyfir þér að hanna þitt eigið síma hulstur með uppáhalds myndum þínum af fjölskyldu og vinum, eða annarri mynd sem er þér kær. Nú getur þú alltaf haft þessar minningar með þér, hvert sem þú ferð. Þökk sé þessari þjónustu, getur þú valið uppáhalds myndina þína og prentað hana aftan á símann.


Sérhannað hulstur fyrir símann þinn


Snjallsímar eru orðnir ómissandi tæki í lífi okkar. Við notum þá ekki aðeins til samskipta, heldur líka til að vafra um á netinu, taka myndir og myndbönd, skemmtun, afþreyingu og margt fleira. Vegna daglegrar notkunar er mikilvægt að símarnir séu vel varðir.


Við bjóðum þér tækifæri til að hanna þitt eigið hulstur og gert það einstakt með uppáhalds myndinni þinni- tekur aðeins 2 mínútur! Þú þarft aðeins að fylgja nokkrum einföldum skrefum. Hinsvegar, áður en við útskýrum skrefin er mikilvægt að þú skiljir skilmálana við að nota svona þjónustu frá MyTrendyPhone.


Frábær gjöf með persónulegu ívafi


Sérsniðna þjónustan sem við bjóðum gefur þér tækifæri til að gefa einstaka gjöf með persónulegu ívafi. Ímyndaðu þér hvað vinir og fjölskylda verða ánægð með svona fallega og hugulsama gjöf á afmælisdaginn eða öðrum hátíðardögum.


Auk síma hulstra, getur þú auðveldlega hannað önnur snjalltæki til dæmis hleðslubanka eða sjálfustöng í stíl við nýja síma hulstrið. Þannig getur þú hannað þína eigin línu af gagnlegum aukahlutum fyrir síma sem geta verið hin fullkomna gjöf handa ástvinum þínum eða þér sjálfri/sjálfum.


MyTrendyPhone UK hjálpar þér að hanna einstaka gjöf og sendir hana heim á augabragði.


SKILMÁLAR MYTRENDYPHONE FYRIR "HANNAÐU ÞITT EIGIÐ HULSTUR''


1. Við trúum því að þú eigir réttinn á myndinni sem þú hleður upp.
2. Eftir að myndin hefur verið send inn, er ekki hægt að hætta við eða breyta.
3. Lestu meira hér: Skilmálar
4. Hulstrið verður prentað með myndinni en verður aldrei alveg nákvæmlega eins og myndin, það fer eftir gæðum myndarinnar sem var send inn. Vertu viss um að senda myndina inn í mestu mögulegu gæðum. Það gæti orðið smá litamunur á myndinni sem þú sendir inn og þegar hún er komin á hulstrið.


SVONA SÉRSNÍÐIR ÞÚ FARSÍMAHLÍFINA


1. Veldu vörumerki og gerð síma.
Veldu hvaða mynd þú vilt hlaða inn – ekki gleyma að myndin þarf að vera þín og henni þarf að vera hlaðið inn beint úr tölvunni þinni. Þessi mynd verður notuð til að búa til símahlífina þína.
2. Myndin verður að vera á sniðinu .jpg eða .png – að lágmarki 1200 px.
3. Þú færð sérsniðna farsímahlíf og áreiðanlega vörn fyrir snjallsímann þinn.
4. Þessi hlíf hindrar ekki aðgengi að eiginleikum símans.
5. Ekki gleyma öðrum aukahlutum ef þú vilt veita farsímanum þínum fullkomna vörn! Það er ekki síður mikilvægt að vernda símann með skjávörn!